Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. júní 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kevin Durant kaupir hlut í fótboltaliði
Kevin Durant.
Kevin Durant.
Mynd: Getty Images
Körfuboltamaðurinn Kevin Durant er búinn að kaupa lítinn hluta í fótboltafélaginu Philadelphia Union, sem leikur í MLS-deildinni í Norður-Ameríku.

Durant, sem er á mála hjá Brooklyn Nets í NBA-deildinni, er sagður hafa keypt 1-5 prósent hlut í félaginu.

Hann er ekki eini leikmaðurinn í NBA-deildinni með áhuga á fótbolta. James Harden, leikmaður Houston Rockets, er í eigendahópi Houston Dynamo og Houston Dash, og þá á LeBron James 2 prósent hlut í enska fótboltaliðinu Liverpool.

Durant hefur tvisvar reynt að kaupa hlut í DC United, en það hefur ekki gengið eftir.

Durant er í hópi bestu körfuboltamanna heims.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner