Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
banner
   mán 06. júlí 2015 18:30
Fótbolti.net
Telja Keflavík hafa gert mistök með því að reka Kristján
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meirihluti lesenda Fótbolta.net telja að Keflavík hafi gert mistök þegar Kristján Guðmundsson var látinn taka pokann sinn sem þjálfari liðsins. Þetta er niðurstaða könnunar sem var á forsíðu.

Kristján var rekinn þann 4. júní eftir 5-0 tap gegn KR í Borgunarbikarnum. Margir bjuggust við því að Kristján fengi deildarleik gegn ÍBV í næstu umferð Pepsi-deildarinnar en sú varð ekki raunin.

Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson tóku við og stýrðu Keflavík til sigurs gegn Eyjamönnum en eftir það hafa komið þrír tapleikir í röð.

68% lesenda telja Keflavík hafa gert mistök þegar félagið ákvað að láta Kristján fara.

Voru mistök hjá Keflavík að reka Kristján Guðmundsson?
68% Já (1180)
32% Nei (564)

Komin er inn ný könnun en við viljum fá lesendur til að spá í spilin fyrir leik Stjörnunnar og Vals í Pepsi-deildinni sem verður á föstudag.
Hvernig fer Ísland - Wales á föstudag?
Athugasemdir
banner