Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 06. júlí 2019 09:20
Fótbolti.net
Pepsi Max veisla í útvarpsþættinum í dag
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon og Magnús Már Einarsson verða í hljóðveri X977 í dag í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.

Tómas Þór Þórðarson er staddur á Pollamótinu á Akureyri en aldrei að vita nema heyrt verið í honum hljóðið.

Fjallað verður ítarlega um Pepsi Max-deildina. Elvar og Magnús ræða við Egil Sigfússon og Daníel Geir Moritz, fréttaritara Fótbolta.net. Daníel er staddur í Vestmannaeyjum en þaðan er nóg að frétta!

Þá verða tveir leikmenn í deildinni á línunni; Gísli Eyjólfsson í Breiðabliki og Andri Adolphsson í Val.

Einnig verður Inkasso-hornið á sínum stað. Úlfur Blandon fer yfir það helsta sem er í gangi í deildinni.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner