Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. júlí 2022 23:17
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Árbær sigraði Skallagrím - Áborg og Uppsveitir unnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl

Það var nóg um að vera í 4. deildinni í kvöld þar sem leikið var í A, B, C og D-riðli. Það er gríðarleg spenna í toppbaráttunni í A-riðli þar sem Árbær lagði Skallagrím að velli 3-1.


Pape Mamadou Faye skoraði annað mark Árbæinga í flottum sigri sem hleypir miklu lífi í toppbaráttuna. Hvíti riddarinn trónir á toppinum með 22 stig en svo kemur Árbær með 19 stig og Skallagrímur með 18.

Í B-riðli eru Úlfarnir komnir upp í þriðja sæti eftir sigur gegn RB. Úlfarnir eru fjórum stigum eftir toppliði KFK þegar öll lið hafa spilað 8 umferðir.

Það voru fjórir leikir á dagskrá í C-riðli þar sem Uppsveitir og Árborg eru svo gott sem búin að tryggja sér efstu sæti riðilsins eftir sigra kvöldsins.

Liðin eru jöfn á toppinum með átta stiga forystu á næstu lið og munu há spennandi baráttu um toppsæti riðilsins.

Að lokum voru tveir leikir á dagskrá í D-deild þar sem Ýmir hafði betur í toppslagnum gegn Hamri.

Ýmir er með fimm stiga forystu á Hamar eftir sigurinn. GG er aðeins þremur stigum eftir Hamri og með leik til góða á meðan KFR getur einnig blandað sér í baráttuna um 2. sætið með sigrum í næstu leikjum.

A-riðill:
Árbær 3 - 1 Skallagrímur
1-0 Eyþór Ólafsson ('39 )
2-0 Pape Mamadou Faye ('67 )
3-0 Sæmundur Sven A Schepsky ('89 )
3-1 Sigurjón Logi Bergþórsson ('90 )

B-riðill:
Úlfarnir 1 - 0 RB
1-0 Hilmar Þór Sólbergsson ('51 )

C-riðill:
KB 2 - 1 Berserkir/Mídas
1-0 Emil Örn Benediktsson ('18 )
2-0 Praveen Gurung ('45 )
2-1 Ríkarður Már Ellertsson ('74 )

Uppsveitir 4 - 1 Léttir
1-0 George Razvan Chariton ('3 )
1-1 Einar Már Gíslason ('34 )
2-1 Aron Freyr Margeirsson ('58 )
3-1 Aron Freyr Margeirsson ('85 )
4-1 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('90 )

Hafnir 1 - 0 Álftanes
1-0 Kristófer Orri Magnússon ('2 )

KM 0 - 3 Árborg
0-1 Ingi Rafn Ingibergsson ('30 , Mark úr víti)
0-2 Ingi Rafn Ingibergsson ('82 )
0-3 Hartmann Antonsson ('90 )

D-riðill:
Hamar 1 - 3 Ýmir
0-1 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('19 )
1-1 Sören Balsgaard ('50 , Mark úr víti)
1-2 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('54 )
1-3 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('64 )

Álafoss 1 - 4 KFR
1-0 Valgeir Viðar Jakobsson ('2 )
1-1 Aron Birkir Guðmundsson ('57 )
1-2 Bjarni Þorvaldsson ('73 )
1-3 Ævar Már Viktorsson ('79 )
1-4 Aron Birkir Guðmundsson ('89 )


Athugasemdir
banner