Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 06. júlí 2025 22:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Icelandair
EM KVK 2025
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís er einstakur leiðtogi.
Glódís er einstakur leiðtogi.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir var mætt til viðtals við fréttaritara Fótbolta.net í Bern í Sviss eftir 2-0 tap gegn heimakonum á EM fyrr í kvöld. Tapið þýðir að Ísland er úr leik í mótinu og fór fyrirliðinn Glódís ekki leynt með tilfinningar sínar í viðtalinu og sagði um líðan sína.

Lestu um leikinn: Sviss 2 -  0 Ísland

„Tómleikatilfinning, mikið svekkelsi og bara gríðarlega sárt.“

Glódís hefur verið að glíma við veikindi að undanförnu og gat aðeins leikið hálfleik gegn Finnum á dögunum. Hvernig var staðan á henni í dag og hvernig leið henni í leiknum?

„Mér leið vel. Mér fannst við koma út með gríðarlega mikla orku og við ætluðum að skilja allt eftir á vellinum í dag. Við gerðum það en það var bara ekki nóg í þetta skipti.“

Um andrúmsloftið inn í klefa eftir leik þar sem úrslitiin hafa jafn afdrifarík áhrif sagði Glódís.

„Það er alveg eins og þið gerið ímyndað ykkur. Það eru allir miður sín. Svekkelsi og ég veit ekki einu sinni hvað ég á að segja. Það er ógeðslega leiðinlegt að standa hérna eftir tvo leiki og vera úr leik og ég á eiginlega engin orð.“

Framundan er leikur við Noreg þar sem spilað verður upp á stoltið. Hvernig verður fyrir Glódísi og liðið að gíra sig í þann leik?

„Það er hægt að horfa á það á tvenna vegu. Stoltið er gríðarlega mikið. Við erum gríðarlega stoltar af því að spila fyrir Ísland og við ætlum ekki að leyfa þessum síðasta leik að vera eitthvað sem skiptir engu máli. Hann mun skipta okkur öllu máli og við viljum gera þjóðina stolta og spila þennan leik fyrir alla sem eru mættir hingað fyrir okkur. “

Að lokum var Glódís spurð um aðdraganda mótsins en í vetur glímdi hún við erfið meiðsli og var alls ekki víst að hún yrði leikfær fyrir mót. Það var auðséð á Glódísi að fórninar voru miklar og vinnan gríðarleg sem hún hefur lagt á sig til að koma fram fyrir hönd þjóðar.

„Ég vildi gera allt sem ég gat fyrir liðið. Ég held að ég muni aldrei fyrirgefa mér fyrir það að fara út af í fyrsta leik, Þetta var bara óheppnistímasetning og svona fór þetta. Það er ekkert sem gerir mig stoltara en að spila með þessum stelpum og ég er til í að gera hvað sem er fyrir þær.“
Athugasemdir
banner