Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 06. ágúst 2022 16:45
Aksentije Milisic
3. deild: Mark í blálokin tryggði Sindra sigur
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson

Þremur leikjum var að ljúka í 3. deild karla í dag en spilað er í fimmtándu umferð deildarinnar.


Kormákur/Hvöt og Sindri áttust við í einum þeirra en gestirnir eru í mikillri toppbaráttu og máttu því ekki við því að misstíga sig í dag.

Allt stefndi í jafntefli en á 88. mínútu náðu Sindra menn að troða boltanum yfir línuna og tryggja sér stigin þrjú. Mjög mikilvægur sigur en Sindri er í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir KFG og Dalvík/Reyni.

Elliði vann þá auðveldan sigur á ÍH en Hafnarfjarðarliðið er í neðsta sæti deildarinnar.

Víðir Garði er í baráttunni um tvö efstu sætin en liðið hins vegar missteig sig í dag þegar það tapaði 2-1 gegn KFS. Víðir er því fimm stigum frá tveimur efstu sætum deildarinnar á meðan KFS er í fimmta sæti.

Kormákur/Hvöt 0-1 Sindri

KFS 2-1 Víðir

Elliði 3-0 ÍH


Athugasemdir
banner
banner
banner