Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 06. ágúst 2024 21:47
Matthías Freyr Matthíasson
Halldór Árna: Ég var ekkert sáttur við það heldur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var svona góðar stöður sem við komumst í sem endaði í langskotum og fyrirgjöfum sem við kannski gerðum ekki alveg nógu vel með og einmitt það er ekki fyrr en við fáum vítið sem við náum að brjóta þá og það var mikilvægt því þeir vörðust vel" sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir 3 - 0 sigur á Fylki í 16. umferð bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Fylkir

Mér fannst við í fyrri hálfleik hægir á boltanum. Vorum að bíða einhvernveginn eftir að því að þeir kæmust í blokkirnar sínar og ætla þá að fara af stað í stað þess að fara hraðar og spila boltanum hraðar  og þannig hreyfa þá. Þegar við gerðum það fannst mér við komast í góðar stöður þannig að já hálf sloppy við það. 

Svo fannst mér eftir að við komumst í tvö - núll í seinni hálfleik við líka einhvernveginn að fara að grinda út leikinn og ég var ekkert sáttur við það heldur og vildi meiri kraft í þetta. Því það er stórhættulegt að ætla að fara að verja einhverja 2 - 0 forystu svona snemma. 

Það er auðvitað þannig að þegar þú ert að elta, það er að segja í leikjafjölda, ert einum tveimur leikjum færra, veit ekki hvort að það sé hægt að segja að setja okkur undir smá pressu að þurfa að vinna þá leiki og í raun og veru hefur sumarið þróast svona. Við höfum spilað 16 leiki í sumar, tvisvar við Víking og einu sinni á sama tíma og þeir og einu sinni á undan þeim. Tíu - ellefu sinnum á eftir þeim þannig að við höfum þurft að elta þá í allt sumar og bilið verður oft mikið og við höfum gert vel að missa þá ekki frá okkur.  Eins og ég hef alltaf sagt, þegar nálgast úrslitakeppni að vera nálægt toppsætinu og þá eru okku allir vegir færir.

Nánar er rætt við Halldór hér að ofan. Meðal annars um komu Alfreðs Finnbogasonar í starf hjá Breiðabliki. 


Athugasemdir
banner