Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 06. ágúst 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haukur um Hákon: Fáránlegt hversu fljótur hann var að aðlagast boltanum
Hákon náði að stimpla sig inn í liðið hjá Lille.
Hákon náði að stimpla sig inn í liðið hjá Lille.
Mynd: Getty Images
Er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Í algjörum hágæðaflokki'H
'Í algjörum hágæðaflokki'H
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson gekk í gegnum öldudal á síðasta tímabil en reis heldur betur upp úr honum og var í mjög stóru hlutverki seinni hluta tímabilsins.

Eftir að hafa verið talsvert mikið á bekknum um miðbik tímabls þá náði hann að tengja saman marga góða leiki og átti þátt í því að Lille endaði í 4. sæti deildarinnar. Liller er því á leið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Hákon, sem er 21 árs, var keyptur frá FCK síðasta sumar og tók alls þátt í 38 leikjum, skoraði fimm mörk og lagði upp sex. Hann var í byrjunarliðinu í ellefu af síðustu tólf deildarleikjunum.

Haukur Andri, yngri bróðir Hákonar, er sömuleiðis á mála hjá Lille. Hann hefur verið lánaður til ÍA og mun spila þar næsta árið. Haukur náði að fylgjast vel með þróun bróður síns á síðasta tímabili.

„Það er ótrúlegt að fylgjast með honum, eiginlega bara fáránlegt hversu fljótur hann var að aðlagast þessum bolta. Hann byrjaði á því að slá algjörlega í gegn á undirbúningstímabilinu, síðan tók aðeins meiri tíma fyrir hann að venjast frönsku deildinni. Sú deild kom honum á óvart hvað varðar hraða og líkamlega þáttinn."

„Það er ótrúlegt að sjá hversu góður hann er og hvernig hann nær að standa sig á við bestu leikmennina í liðinu. Það er frábært að sjá hann standa sig svona vel og hann getur náð ennþá lengra."

Tekur þú eftir því ár frá ári hversu mikið hann er að bæta sig sem fótboltamaður?

„Já, ég tek eftir því. Það er eiginlega ótrúlegt hvað hann er orðinn góður."

„Ég fór á nokkrar æfingar með aðalliðinu í vetur og það kom mér virkilega á óvart að sjá muninn á mér og honum. Ég hélt að við værum aðeins líkari leikmenn, en hann er allt annar leikmaður. Alveg ótrúlega góður, í algjörum hágæðaflokki,"
segir Haukur.
Athugasemdir
banner
banner