Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   mið 05. júní 2024 14:54
Elvar Geir Magnússon
London
„Mun aldrei fyrirgefa pabba fyrir að leyfa mér ekki að fara með“
Icelandair
Hákon Arnar á æfingu í London í dag.
Hákon Arnar á æfingu í London í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ekki á hverjum degi sem maður fær að spila á móti Englandi á fullum Wembley. Það er alltaf gaman að spila á móti svona góðum leikmönnum í toppklassa. Ég er spenntur fyrir því," segir Hákon Arnar Haraldsson, landsliðsmaður Íslands.

Á föstudagskvöld leikur Ísland vináttulandsleik gegn Englandi á Wembley. Hákon segir spennu í hópnum og menn séu klárir í verkefnið.

Hákon var þrettán ára þegar Ísland vann frækinn sigur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM. Það varð strax uppselt á þann leik og mun færri komust að en vildu.

„Að sjálfsögðu man ég eftir því. Ég var meira að segja í Frakklandi en fékk reyndar ekki að fara á leikinn. Pabbi og systir mín fengu að fara en ég, mamma og litli bróðir minn vorum á einhverjum bar. Þar var hellingur af Englendingum og ég mun aldrei gleyma því. Ég held að ég muni aldrei fyrirgefa pabba fyrir að leyfa mér ekki að fara með, en það er geggjað að hugsa um þann leik," segir Hákon léttur.

Mun sjá á eftir Fonseca
Hákon átti flott tímabil með Lille í Frakklandi og vann sig inn í stórt hlutverk hjá liðinu. Um tíma þurfti hann að sætta sig við bekkjarsetu en vann sér inn sæti í byrjunarliðinu og lék lykilhlutverk seinni hluta mótsins.

„Ég byrjaði vel í byrjun tímabils en svo datt þetta aðeins niður, ég fékk smá kálfameiðsli og átti erfitt með að koma mér aftur í liðið. En svo á lokakaflanum spilaði ég helling af leikjum sem ég er mjög sáttur með," segir Hákon.

Hann hefur bætt líkamlega þáttinn og segist hafa náð að venjast tempóinu í frönsku deildinni sem sé hrikalega hátt, hærra en hann bjóst við.

Það er útlit fyrir þjálfarabreytingar hjá Lille fyrir næsta tímabil. Miðað við fréttir mun Paulo Fonseca láta af störfum en hann er sterklega orðaður við AC Milan.

„Maður hefur eitthvað lesið að hann gæti verið á förum. Samningurinn hans er að klárast og við vitum ekki neitt. Það verður að sjást á næstu dögum hvað gerist. Hann er mjög góður þjálfari og vill spila út úr öllu. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég fór til Lille og ég mun sjá á eftir honum," segir Hákon sem vonast eftir þjálfara með svipaðan hugsunarhátt ef Fonseca fer.

„Ég vill fá einn sem vill spila bolta, halda í hann og pressa. Nákvæmlega eins og hann var að gera."
Athugasemdir
banner
banner
banner