Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 06. ágúst 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir um Patrik: Það er búið
Færeyski sóknarmaðurinn er samningsbundinn Breiðabliki út tímabilið 2025.
Færeyski sóknarmaðurinn er samningsbundinn Breiðabliki út tímabilið 2025.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
FH hafði mikinn áhuga á því að kaupa Patrik Johannesen af Breiðabliki og fyrir rúmri viku síðan benti margt til þess að hann yrði leikmaður FH, en ekkert varð úr því.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, staðfesti við Fótbolta.net í gær að hann gerði sér ekki vonir um að fá Patrik í hópinn.

„Nei, það er búið," sagði Heimir við Fótbolta.net í gær.

„Við erum að reyna og glugginn lokar 13. ágúst. Við þurfum að halda áfram að reyna," sagði þjálfarinn aðspurður hvort það væri eitthvað annað í gangi á markaðnum.

Eins og Fótbolti.net fjallaði um í gær þá eru þeir Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson á leið í KR frá FH. Þeir eru búnir að kveðja liðsfélaga sína. Þá er Kristján Flóki Finnbogason á leið í hina áttina; frá KR í FH.
Heimir Guðjóns: Of margir í mínu liði sem vildu ekki fá boltann
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner