Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson eru á leið til KR frá FH. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net fara þeir til KR núna í vikunni.
Slúðrað hefur verið um að þeir væru á leið til KR eftir tímabilið eftir að samningar þeirra við FH renna út.
Kristján Flóki Finnbogason mun þá halda til FH frá KR en hann er uppalinn FH-ingur. Hann lék sinn fyrsta leik með FH árið 2012. Hann hélt út í atvinnumennsku árið 2017 og snéri aftur heim tveimur árum síðar og samdi við KR.
Fyrst Ástbjörn, Gyrðir og Flóki hafa kvatt liðsfélaga sína þá bendir allt til þess að skiptin séu að klárast.
Athugasemdir