Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 06. september 2019 18:26
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Þýskalands og Hollands: Memphis leiðir sóknina
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þýskaland tekur á móti Hollandi í risaslag kvöldsins í undankeppni EM 2020.

Stórveldin tvö eru í harðri baráttu við Norður-Írland um toppsæti C-riðils og geta úrslit kvöldsins skipt gífurlegu máli fyrir bæði lið.

Þjóðverjar höfðu betur í fyrri viðureigninni sem var haldin í Hollandi. Sá leikur var stórkostleg skemmtun þar sem Hollendingar lentu 0-2 undir en tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik. Eftir að hafa jafnað, 2-2, áttu heimamenn skilið að pota inn sigurmarki en það datt inn hinu megin á síðustu mínútum leiksins.

Byrjunarliðin hafa verið staðfest fyrir kvöldið. Timo Werner er fremstur í liði heimamanna með Marco Reus og Serge Gnabry á köntunum. Menn á borð við Emre Can, Ilkay Gündogan, Julian Brandt og Kai Havertz byrja á bekknum.

Byrjunarlið Hollendinga er hefðbundið og kemur lítið á óvart. Memphis Depay leiðir sóknarlínuna ásamt Quincy Promes og Ryan Babel.

Þýskaland: Neuer, Klostermann, Sule, Tah, Ginter, Kimmich, Kroos, Schulz, Gnabry, Werner, Reus
Varamenn: Leno, Brandt, Can, Gundogan, Halstenberg, Havertz, Hector, Stark, ter Stegen, Waldschmidt

Holland: Cilessen, Dumfries, De Ligt, Van Dijk, Blind, De Roon, Wijnaldum, De Jong, Promes, Depay, Babel.
Varamenn: Ake, Berghuis, L. De Jong, Kluivert, Malen, Propper, Strootman, Van Aanholt, Veltman, Vermeer, Vilhena, Zoet



Þá eru aðrir áhugaverðir leikir á dagskrá og hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin úr þeim. U21 landslið Englands er þessa stundina að gera 1-1 jafntefli við sterkt lið Tyrklands og má sjá byrjunarliðið hér fyrir neðan.

Úrvalsdeildarleikmenn á borð við Morgan Gibbs-White, Phil Foden, Reiss Nelson og Ryan Sessegnon eru í byrjunarliðinu með til dæmis Oliver Skipp og Rhian Brewster á bekknum.

England U21: Ramsdale, Aarons, Panzo, Chalobah, Guehi, Sessegnon, Davies, Gibbs-White, Foden, Nelson, Nketiah
Varamenn: Balcome,Godfrey, Richards, Skipp, Cantwell, Justin, Brewster, Eze, Greenwood.

Wales og Skotland mæta þá til leiks og eiga bæði mikilvæga heimaleiki.

Gareth Bale er að sjálfsögðu í byrjunarliði Wales ásamt Daniel James og Harry Wilson. Aaron Ramsey er ekki með vegna meiðsla.

Andy Robertson, Scott McTominay og Ryan Fraser byrja allir hjá Skotlandi. Robert Snodgrass og Stuart Armstrong byrja á bekknum.

Wales tekur á móti Aserbaídsjan og þarf sigur eftir tvo tapleiki í röð. Skotar spila við Rússa og eru liðin í harðri baráttu um annað sæti riðilsins.

Skotar geta jafnað Rússa á stigum með sigri á meðan tap færi langleiðina með að útiloka þá frá Evrópumótinu á næsta ári.

Wales: Hennessey, Roberts, Mepham, Roden, Taylor, Ampadu, Allen, James, Wilson, Bale, T Lawrence
Varamenn: Ward, Davies, Gunter, Davies, Smith, Vokes, Moore, J Lawrence, Lockyer, Williams, Morrell, Vaulks

Skotland: Marshall, O'Donnell, Mulgrew, Cooper, Robertson, McTominay, McGinn, Forrest, Fraser, McGregor, McBurnie
Varamenn: McLaughlin, MacGillivray, Bates, Jack, Devlin, McLean, Snodgrass, Armstrong, Phillips, Christie, Russell, Taylor
Athugasemdir
banner
banner
banner