Íslenska U21 landsliðið mætir klukkan 15:00 því danska á Víkingsvelli, liðin mætast í undankeppni EM á næsta ári.
Danska liðið er virkilega öflugt og eru leikmenn í liðinu hjá stórum félögum.
Danska liðið er virkilega öflugt og eru leikmenn í liðinu hjá stórum félögum.
Lestu um leikinn: Ísland U21 4 - 2 Danmörk U21
Filip Jörgensen í markinu er eflaust stærsta nafnið en hann var keyptur til Chelsea frá Villarreal í sumar. Hjá Chelsea er hann varamarkvörður fyrir Robert Sanchez og hefur varið mark Chelsea í leikjunum í Sambandsdsdeildinni. Jörgensen er 22 ára og var keyptur fyrir um 20 milljónir punda í sumar.
William Osula er á mála hjá Newcstle. Framherjinn lék í yngri flokkum í Kaupmannahöfn en fór sem táningur til Sheffield United og lék 21 leik í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann er 21 árs, faðir hans er nígerískur en móðir hans dönsk. Newcastle keypti hann á 15 milljónir punda í sumar og getur kaupverðið hækkað um 5 milljónir punda til viðbótar.
Í danska liðinu eru einnig Anton Gaaei (Ajax), Elias Jelert (Galatasaray) og Thomas Kristensen (Udinese).
Athugasemdir