Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fim 06. október 2022 15:20
Elvar Geir Magnússon
Kropið á hné í næstu tveimur umferðum
Mynd: EPA
Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar munu í næstu tveimur umferðum krjúpa á hné fyrir leiki til að sýna 'Black Lives Matt­er' hreyfingunni stuðning og baráttunni gegn kynþáttafordómum.

Um tíma var þetta gert fyrir alla leiki deildarinnar en í sumar var ákveðið að fara ein­ungis niður á hné í ákveðnum umferðum deild­ar­inn­ar.

Talið var að slag­kraftur skila­boð­anna hefði farið þverr­andi og því ákveðið að velja bara vissar umferðir.

Leikmenn munu einnig fara á hné fyrir leiki um jólin og í úrslitaleikjum bikarkeppnanna.


Athugasemdir
banner