Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 06. október 2022 11:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Frekar að strákarnir heyri þetta frá mér heldur en einhverjar kjaftasögur
Vildi vera heiðarlegur við liðið
Vildi vera heiðarlegur við liðið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Tengingin mín við hópinn er þannig að það kemur ekkert annað til greina en að ræða þetta við hópinn
Tengingin mín við hópinn er þannig að það kemur ekkert annað til greina en að ræða þetta við hópinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, tilkynnti leikmannahóp sínum í gær að hann myndi hætta þjálfun liðsins eftir tímabilið. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net mun Sigurður taka við starfi aðstoðarþjálfara hjá Val og verða þar Arnari Grétarssyni til aðstoðar.

Í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gær var Sigurður harðlega gagnrýndur fyrir tímasetninguna á tilkynningunni til leikmannahópsins. Leiknir er í 10. sæti Bestu deildarinnar þegar fjórar umferðir eftir. Framundan er risaleikur gegn FH sem situr í sætinu fyrir neðan.

„Sigurður Höskuldsson, hvers vegna í andskotanum erum við að tilkynna að við séum hættir þegar það eru fjórir leikir eftir upp á líf og dauða?" sagði og spurði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar.

Þorkell Máni skildi ekki af hverju þessi tilkynning Sigurðar mátti ekki bíða þangað til eftir tímabilið.

„Ég á ekki til orð yfir þessu. Mér finnst þetta galið og frábær tíðindi fyrir FH-inga að fara í Leiknismennina gíraða í það að þjálfarinn okkar er að fara að hætta og við í botnbaráttu. Ég skil ekki hvernig þessi tilkynning mátti ekki bíða. Búum við í þannig samfélagi að það þurfa allir að vera að tala, þó þetta hefðu verið orðrómar þá hefðu þeir geta verið það bara. Menn trúa ekki öllu sem þeir heyra í hlaðvarpsþáttum eða fæstir sem ég þekki."

Fótbolti.net ræddi við Sigurð í dag og spurði hann út í hvers vegna hann ákvað að segja leikmannahópi sínum tíðindin á þessum tímapunkti.

„Ég vildi vera heiðarlegur við leikmennina og ekki láta þá heyra það einhvers staðar annars staðar eftir að þetta hefði kvissast út. Þá kæmi kergja í hópinn. Við vinnum þetta þannig, vera heiðarlegur við liðið. Tengingin mín við hópinn er þannig að það kemur ekkert annað til greina en að ræða þetta við hópinn. Það er bara áfram gakk, við erum bara í verkefni, ég er þjálfari Leiknis og ég held að strákarnir kunni miklu betur að meta það að ég segi þeim frá þessu heldur en að þeir fari að heyra kjaftasögur og þær grasserist eitthvað í hópnum."

Hvernig meðtóku strákarnir þetta?

„Ég er bara þjálfari liðsins, við erum bara í verkefni og það er frábær stemning í hópnum. Ég held að það verði ekki nokkur maður að pæla í þessu fram að mótslokum," sagði Siggi.

Siggi ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu hvort hann hefði hugsað lengi að þetta yrði hans síðasta tímabil hjá Leikni. Einbeitingin sé núna á verkefninu sem er að halda Leikni í deildinni.

Sjá einnig:
Á ekki til orð yfir fréttum af Sigga Höskulds - „Mér finnst þetta galið"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner