
Ísland 3 - 6 Pólland
Markaskorarar Íslands: Högna Þóroddsdóttir, Steinunn Lára Ingvarsdóttir og Camilly Kristal Silva Da Rocha.
U15 landsliðs kvenna þurfti að sætta sig við tap gegn Póllandi í öðrum leik sínum á UEFA Development Tournament í dag.
Markaskorarar Íslands: Högna Þóroddsdóttir, Steinunn Lára Ingvarsdóttir og Camilly Kristal Silva Da Rocha.
U15 landsliðs kvenna þurfti að sætta sig við tap gegn Póllandi í öðrum leik sínum á UEFA Development Tournament í dag.
Stelpurnar unnu sinn fyrsta leik á mótinu er þær spiluðu gegn Tyrklandi á dögunum. Sá leikur endaði með 5-2 sigri Íslands. Thelma Karen Pálmadóttir, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik í þeim leik, gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í leiknum.
Í dag var mótherjinn Pólland og aftur varð úr markaleikur, en niðurstaðan að þessu sinni var 6-3 sigur Pólverja sem leika á heimavelli á þessu móti.
Högna Þóroddsdóttir, Steinunn Lára Ingvarsdóttir og Camilly Kristal Silva Da Rocha skoruðu mörk Íslands í leiknum.
Ísland mætir Litháen á sunnudag í síðasta leik liðsins á mótinu.
Athugasemdir