Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. nóvember 2019 19:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Helena Ólafs nýr þjálfari kvennaliðs Fjölnis (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir hefur ráðið Helenu Ólafsdóttur sem nýjan þjálfara kvennaliðs félagsins. Þetta var staðfest í kvöld.

Helena tekur við af Pál Árnasyni sem hætti með liðið eftir tímabilið í sumar, Páll var með liðið í tvö tímabil.

Helenu ættu allir að kannast við sem fylgjast með íslenskri knattspyrnu. Helena var fyrri hlutann af síðustu leiktíð þjálfari ÍA en hætti um mitt sumar. Þá hefur hún stýrt Pepsi Max-marka þætti fyrir kvennadeildina.

Hún hafði áður en hún starfaði hjá ÍA starfað sem þjálfari hjá FK Fortuna í Álasund í Noregi. Enn áður þjálfaði hún meistaraflokk hjá FH, Selfoss, KR og Val. Helena þjálfaði einnig A-landslið kvenna 2003-2004.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner