Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. nóvember 2019 15:03
Magnús Már Einarsson
Óli Jó með Rúnari hjá Stjörnunni (Staðfest)
Frá fréttamannafundinum í dag.
Frá fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson verður þjálfari Stjörnunnar í Pepsi Max-deildinni næsta sumar ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni. Þetta var staðfest á fréttamannafundi í höfuðstöðvum TM nú rétt í þessu.

Ólafur gerði tveggja ára samning við Stjörnuna.

„Ég er hrikalega stoltur af því að hann hafi viljað koma til okkar og viljað starfa fyrir okkur," sagði Rúnar Páll eftir að samningurinn var tilkynntur.

Ólafur segir að þeir hafi rætt málin vel undanfarna daga og verkaskipting sé skýr.

Rúnar Páll er að hefja sitt sjöunda tímabil sem þjálfari Stjörnunnar en aðstoðarþjálfararnir frá síðasta tímabili, Fjalar Þorgeirsson og Veigar Páll Gunnarsson, verða ekki áfram í þjálfarateyminu.

Ólafur hætti störfum hjá Val í haust eftir fimm ár á Hlíðarenda þar sem hann varð tvívegis bikarmeistari og tvívegis Íslandmeistari.

Hinn 62 ára gamli Ólafur ætlaði að taka sér frí frá þjálfun en hann mun nú starfa ásamt Rúnari Páli í Garðabæ næsta sumar.

Stjarnan endaði í 4. sæti í Pepsi Max-deildinni síðastliðið sumar eftir að hafa endað í 2. sæti og orðið bikarmeistari árið áður. Liðið verður ekki í Evrópukeppni næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner