Alsír 1 - 0 Austur-Kongó
1-0 Adil Boulbina ('119 )
1-0 Adil Boulbina ('119 )
Alsír og Austur-Kongó áttust við í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar í dag og úr varð afar tíðindalítill slagur.
Það var lítið sem ekkert um færi í lokuðum leik þar sem hvorugt liðið vildi gefa færi á sér.
Alsíringar sköpuðu sér einhver hálffæri á meðan leikmenn Kongó vörðust af krafti og reyndu að beita skyndisóknum, þó án árangurs.
Staðan hélst markalaus svo framlengja þurfti viðureignina. Alsír var sterkara liðið en fékk ekki mikið af færum. Það var á 119. mínútu sem Adil Boulbina, sem hafði komið inn af bekknum sex mínútum fyrr, skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti við vítateigslínuna.
Frábært mark sem skildi liðin í sundur. Lokatölur 1-0 fyrir Alsíringa sem rétt forðuðust að fara í vítaspyrnukeppni. Frábær varnar frammistaða hjá Kongó sem var með úrvalsdeildarleikmennina Aaron Wan-Bissaka, Axel Tuanzebe og Noah Sadiki í byrjunarliðinu. Auk þeirra mátti finna Chancel Mbemba og Cédric Bakambu í byrjunarliði Kongó.
Riyad Mahrez, Rayan Aït-Nouri, Ramy Bensebaini og Mohamed Amoura voru meðal byrjunarliðsmanna í sterku liði Alsír.
Alsír mætir Nígeríu í hörkuslag í 8-liða úrslitum.
Zinédine Zidane's reaction to Algeria's late winning goal - AFCON
byu/Kombe-Da insoccer
Athugasemdir


