Lecce 0 - 2 Roma
0-1 Evan Ferguson ('14 )
0-2 Artem Dovbyk ('71 )
0-1 Evan Ferguson ('14 )
0-2 Artem Dovbyk ('71 )
Lecce og Roma áttust við í öðrum leik dagsins í ítalska boltanum og tók Evan Ferguson forystuna snemma leiks með skoti rétt utan vítateigs eftir gott samspil liðsfélaga hans.
Rómverjar voru sterkari aðilinn í Lecce en sköpuðu þó ekki sérlega mikið af færum. Síðari hálfleikurinn var aðeins jafnari en Úkraínumaðurinn Artem Dovbyk kom inn af bekknum í stað Ferguson og skoraði tíu mínútum síðar.
Hann tvöfaldaði forystuna og var engin leið til baka fyrir Lecce. Þórir Jóhann Helgason kom inn af bekknum á 75. mínútu en tókst ekki að hafa áhrif á úrslitin, lokatölur 0-2.
Dovbyk, sem hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu, fór meiddur af velli á 86. mínútu.
Roma er í fjórða sæti í Serie A, með 36 stig eftir 19 umferðir - þremur stigum á eftir toppliði Inter sem á þó tvo leiki til góða.
Þórir og félagar í liði Lecce eru með 17 stig eftir 18 leiki, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir


