Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. desember 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfesta brotthvarf Brands - Hvað verður um Grétar?
Grétar Rafn starfaði náið með Brands.
Grétar Rafn starfaði náið með Brands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollendingurinn Marcel Brands hefur stigið frá borði og er ekki lengur yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton.

Þetta var staðfest seint í gærkvöld. Það hefur ekki gengið sem skyldi að smíða saman lið hjá Everton en liðið hefur eytt í kringum 300 milljónir punda í leikmannakaup með Brands sem yfirmann fótboltamála. Hann hefur starfað fyrir félagið frá 2018, en var þar áður hjá PSV í Hollandi.

Árangurinn á þessu tímabili hefur ekki verið góður. Brands segir að hann og stjórnin séu ekki sammála um stefnuna hjá félaginu og því hafi verið best að stíga til hliðar.

Staðarmiðillinn Liverpool Echo fjallar um brotthvarf Brands. Þar segir að það megi ekki bara kenna honum um; hann hafi ekki alltaf fengið sínar hugmyndir í gegn. Það hafi til að mynda ekki verið hans ákvörðun að ráða Rafa Benitez síðasta sumar; það var ákvörðun eigandans, Farhad Moshiri.

Grétar Rafn Steinsson, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, hefur starfað náið með Brands og var undir lokin hans helsti undirmaður. Fram kemur í grein Liverpool Echo að það séu spurningamerki varðandi framtíð Grétars og óljóst hvort hann verði áfram hjá félaginu. Það mun væntanlega koma í ljós á næstu dögum - hvort Grétar verði áfram eða ekki.

Brotthvarf Brands mun ekki allt í einu laga Everton. Hópur af stuðningsfólki ætlar að ganga út á 27. mínútu þegar liðið mætir Arsenal í kvöld. Það er til marks um að 27 ár eru síðan félagið vann titil. Stuðningsfólkið er ósátt með stöðuna sem er komin upp. Benitez, knattspyrnustjórinn, gæti verið næsti maður út.
Athugasemdir
banner
banner
banner