Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 06. desember 2023 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Carragher svaraði Guardiola: Ef við hefðum verið í eigu þjóðríkis hefðum við unnið
Mynd: Getty Images

Pep Guardiola stjóri Manchester City hefur svarað gagnrýni sem lið hans fékk frá sérfræðingum á Sky Sports eftir 3-3 jafntefli liðsins gegn Tottenham um helgina.


Gary Neville, Jamie Carragher og Micah Richards sökuðu leikmenn liðsins um að vera áhugalausir eftir að hafa unnið þrennuna á síðustu leiktíð.

Guardiola svaraði þeim fullum hálsi.

„Gary Neville veit hversu erfitt þetta er, annars hefði hann unnið fjóra englandsmeistaratitla á sínum bestu árum hjá Man utd. Hann gerði það ekki, kannski saka þeir okkur um áhugaleysi því þeir fundu fyrir því (hjá United). Þetta lið hingað til, ekki séns," sagði Guardiola.

„Jamie Carragher vann ekki einn titil (Hjá Liverpool) Micah Richards vann ekki fjóra í röð (Hjá Man City), það gerðist aldrei."

Carragher svaraði honum á X (Twitter).

„Ég held að ég hefði líklega unnið einn ef Liverpool væri í eigu þjóðríkis, og ýtt reglunum svo langt að úrvalsdeildin kærði okkur 115 sinnum! Ég var reyndar að hrósa liði Pep eftir leikinn á sunnudaginn," skrifaði Carragher á X.


Athugasemdir
banner
banner