Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fös 06. desember 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Mögulega hætt við heimildarmynd um Rooney
Það gengur illa hjá Rooney.
Það gengur illa hjá Rooney.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unnið hefur verið að heimildarmynd þar sem skyggnst er inn í stjóraferil Wayne Rooney. Mögulega verður hætt við gerð myndarinanr vegna vandræða hans með Plymouth Argyle.

Liðið er í 21. sæti Championship-deildarinnar og hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu níu leikjum. Liðið hefur fengið nokkra skelli að undanförnu og talað um að sæti Rooney sé heitt.

„Hugmyndin á bak við myndina var að fagna skrefinu frá því að vera leikmaður og verða stjóri. Ef þetta endar sem hryllingsmynd þá gæti verið hætt við framleiðsluna," sagði ónefndur aðili innan sjónvarpsgeirans við The Sun.

Rooney er í sínu fjórða stjórastarfi en hann stýrði Derby County, DC United og Birmingham City áður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner