Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 03. desember 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
„Stöndum öll við bakið á Rooney“
Neil Dewsnip, yfirmaður fótboltamála hjá enska B-deildarfélaginu Plymouth Argyle, segir að allir hjá félaginu standi við bakið á stjóranum Wayne Rooney.

Plymouth hefur fengið á sig tíu mörk í síðustu tveimur leikjum í Championship-deildinni og Rooney lýsti síðustu viku sem þeirri erfiðustu á stjóraferli sínum.

„Hann er ákveðinn í því að koma skipinu á siglingu og við stöndum öll við bakið á honum. Við berjumst við hlið hans og vonandi getum við fagnað sigri á laugardaginn," segir Dewnsip við breska ríkisútvarpið.

Plymouth er aðeins með einn sigur úr síðustu níu leikjum en íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er meðal leikmanna liðsins. Það mætir nýliðum Oxford United um næstu helgi í mikilvægum fallbaráttuslag.

„Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að við erum í Championship-deildinni, fimmtu sterkustu deild heims. Fyrir nokkrum árum vorum við í D-deildinni. Það eru mörg stór félög í deildinni okkar, félög sem eru hreinlega úrvalsdeildarfélög. Vætingarnar okkar þurfa að vera raunhæfar," segir Dewnsip.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 5 4 1 0 9 3 +6 13
2 Stoke City 5 4 0 1 9 3 +6 12
3 Bristol City 5 3 2 0 12 4 +8 11
4 Leicester 5 3 1 1 8 5 +3 10
5 West Brom 5 3 1 1 6 4 +2 10
6 Coventry 5 2 3 0 15 7 +8 9
7 Swansea 5 2 2 1 6 4 +2 8
8 Preston NE 5 2 2 1 6 5 +1 8
9 Portsmouth 5 2 2 1 4 3 +1 8
10 Norwich 5 2 1 2 7 6 +1 7
11 Birmingham 5 2 1 2 4 5 -1 7
12 QPR 5 2 1 2 9 12 -3 7
13 Millwall 5 2 1 2 4 7 -3 7
14 Ipswich Town 5 1 3 1 9 5 +4 6
15 Blackburn 5 2 0 3 5 5 0 6
16 Southampton 5 1 3 1 6 6 0 6
17 Watford 5 1 2 2 5 6 -1 5
18 Charlton Athletic 5 1 2 2 3 5 -2 5
19 Derby County 5 1 2 2 8 11 -3 5
20 Hull City 5 1 2 2 7 11 -4 5
21 Wrexham 5 1 1 3 8 10 -2 4
22 Oxford United 5 0 2 3 6 9 -3 2
23 Sheff Wed 5 0 1 4 3 12 -9 1
24 Sheffield Utd 5 0 0 5 1 12 -11 0
Athugasemdir
banner
banner