Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. febrúar 2020 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd leggur fram kvörtun út af The Sun
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United.
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Manchester United segir götublaðið The Sun hafa fengið ábendingar um árásina á heimili Ed Woodward áður en hún átti sér stað.

Árás var gerð á heimili Woodward, sem er framkvæmdastjóri Manchester United, í síðasta mánuði. Enginn slasaðist í árásinni, en Woodward er giftur og á tvær ungar dætur.

Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum má sjá er blysum er hent í átt að húsi hans. Við myndbandið, sem tekið er með Snapchat, er skrifað: „Ed Woodward mun deyja." - Spreyjað var á hlið við húsið.

Woodward er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum United en margir eru reiðir yfir því hvernig félagið er rekið.

Man Utd hefur lagt fram kvörtun til IPSO, sem sér um að fjölmiðlar í Bretlandi fari eftir lögum og reglum.

Fram kemur á BBC að talsmaður Manchester United hafi sagt að fjölmiðlamaður hafi verið á staðnum og það hafi hvatt gerendurna áfram.

Eins og segir að ofan þá telur United að The Sun hafi fengið ábendingar um árásina áður en hún átti sér stað.

Félagið telur einnig að ljósmyndari hafi verið á staðnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner