Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. mars 2020 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír erlendir og ellefu ungir semja við Völsung
Inle Valdes verður áfram hjá Völsungi.
Inle Valdes verður áfram hjá Völsungi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Penninn hefur verið á lofti hjá Völsungi á Húsavík síðustu daga. Ellefu ungir leikmenn hafa skrifað undir samning við félagið og þrír erlendir leikmenn.

Markvörðurinn Inle Valdes skrifaði undir áframhaldandi samning við félagið. Hann er markvörður frá Kúbu sem hefur búið á Spáni meirihluta ævinnar. Hann lék með Völsungi síðasta sumar og þótti standa sig vel.

Þá hafa þeir Milos Vasiljevic og Sasha Uriel Litwin Romero einnig samið við Völsung. Milos, sem er 32 ára miðvörður, kemur frá Serbíu en hann lék síðustu þrjú ár með Fjarðabyggð í 2. deildinni. Sasha er sóknarsinnaður miðjumaður sem lék með Víkingi Ólafsvík í 1. deildinni 2018.

Þá segir í tilkynningu Völsungs: „Það er mikið ánægjuefni að tilkynna að 11 ungir og sterkir leikmenn hafa samið við Völsung um að leika með liðinu næstu tvö árin."

Þetta eru þeir Gunnar Kjartan Torfason, Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson, Stefán Óli Hallgrímsson, Páll Vilberg Róbertsson, Anton Atli Philips, Rafnar Máni Gunnarsson, Arnþór Máni Böðvarsson, Kristján Leó Arnbjörnsson, Sigurður Már Vilhjálmsson, Einar Örn Sigurðsson og Óskar Ásgeirsson. Þeir koma allir upp úr yngri flokka starfi Völsungs.

Völsungur hafnaði í sjötta sæti 2. deildar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner