Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 07. mars 2021 15:00
Aksentije Milisic
Spánn: Sjö markaskorarar í leik Huesca og Celta
Nolito var einn af þeim sem komst á blað.
Nolito var einn af þeim sem komst á blað.
Mynd: Getty Images
Huesca 3 - 4 Celta
0-1 Santi Mina ('5 )
1-1 Dimitris Siovas ('14 )
2-1 Rafa Mir ('16 )
2-2 Nolito ('37 )
2-3 Hugo Mallo ('52 )
3-3 David Ferreiro ('74 )
3-4 Fran Beltran ('77 )

Fyrsta leik dagsins í La Liga deildinni á Spáni var að ljúka rétt í þessu en þá mætust botnliðið Huesca og Celta de Vigo.

Úr varð frábær fótboltaleikur en staðan í hálfleiknum var 2-2. Celta náði forystunni snemma leiks en heimamenn sneru því við áður en Nolito jafnaði fyrir Celta.

Hugo Mallo kom Celta aftur yfir snemma í síðari hálfleik en David Ferreiro jafnaði fyrir botnliðið þegar um korter var eftir. Það var síðan Fran Beltran sem tryggði Celta sigur í þessum mikla markaleik á 77. mínútu.

Huesca er því áfram í botnsætinu á meðan Celta er í áttunda sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner