Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. mars 2021 17:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Titilbaráttan enn opin eftir jafntefli í Madrídarslagnum
Jan Oblak átti stórleik. Real fann að lokum leiðina fram hjá honum.
Jan Oblak átti stórleik. Real fann að lokum leiðina fram hjá honum.
Mynd: Getty Images
Það var stórleikur í spænsku úrvalsdeildinni í dag þegar Madrídarstórliðin, Atletico og Real, áttust við á heimavelli fyrrnefnda liðsins.

Atletico var fyrir leikinn á toppi deildarinnar með fimm stigum meira en Real sem var í þriðja sæti. Atletico átti einnig leik til góða á Atletico.

Luis Suarez, sem hefur verið frábær með Atletico á tímabilinu, skoraði eftir 15 mínútur. Hann kláraði frábærlega utanfótar og var staðan 1-0 í hálfleik.

Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum en Jan Oblak var sem veggur í marki Atletico. Real tókst hins vegar að komast fram hjá þeim vegg á 88. mínútu. Karim Benzema skoraði þá eftir sendingu frá Casemiro.

Þar við sat og lokatölur 1-1. Atletico er áfram með fimm stiga forskot á nágranna sína. Barcelona er í öðru sæti, þremur stigum á eftir Atletico, en lærisveinar Diego Simeone eiga leik til góða á bæði Börsunga og Real. Titilbaráttan er enn opin eftir úrslit dagsins.

Fyrr í dag mættust Huesca og Celta Vigo. Úr varð mikill markaleikur en Celta hafði að lokum betur, 3-4. Celta er í áttunda sæti og Huesca á botninum.

Atletico Madrid 1 - 1 Real Madrid
1-0 Luis Suarez ('15 )
1-1 Karim Benzema ('88 )

Huesca 3 - 4 Celta
0-1 Santi Mina ('5 )
1-1 Dimitris Siovas ('14 )
2-1 Rafa Mir ('16 )
2-2 Nolito ('37 )
2-3 Hugo Mallo ('52 )
3-3 David Ferreiro ('74 )
3-4 Fran Beltran ('76 )

Leikir kvöldsins:
17:30 Real Sociedad - Levante
20:00 Athletic - Granada CF
Athugasemdir
banner
banner
banner