Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   þri 07. mars 2023 15:00
Elvar Geir Magnússon
„Lélegasti leikmaður sem hefur klæðst treyju Man Utd“
Wout Weghorst.
Wout Weghorst.
Mynd: Getty Images
Sjónvarpsmaðurinn Richard Keys gagnrýnir Erik ten Hag stjóra Manchester United og sóknarmanninn Wout Weghorst eftir niðurlægjandi 7-0 tapið gegn Liverpool á sunnudag.

Keys talaði um hollenska stjórann sem 'Seven' Hag og segir að Weghorst sé versti leikmaður sem klæðst hafi treyju Manchester United.

„Hvernig mun United bregðast við? Getur Seven Hag fengið liðið til að spila en ekki bara liggja aftur og bíða eftir að geta sært andstæðinginn með hraða Marcus Rashford?" segir Keys.

„Mér finnst Ten Hag vera stjóri sem er tilbúinn að taka hrósið þegar vel gengur en þegar hlutirnir fara illa þá er öðrum um að kenna. Í þetta sinn voru leikmennirnir ófaglegir og fóru ekki eftir planinu."

Keys er alls ekki hrifinn af Weghorst, sem er á láni frá Burnley út tímabilið. Hann segir hann ekki passa inn í leikstíl United og hafi ekkert fram að bjóða.

„Þegar allt kemur til alls er það ákvörðun Seven Hag að spila Wout Weghorst. Það er ekki Weghorst að kenna en hann hlýtur að vera lélegasti leikmaður sem hefur klæðst United treyjunni. Hann er hefðbundin 'nía' sem var í vandræðum með að komast í Burnley. Hvað fær menn til að hugsa um að hann eigi að spila sem 'tía'? Þetta er algjör brandari og stjórinn þarf að hætta að láta eins og Weghorst hafi eitthvað fram að færa."
Athugasemdir
banner
banner