Senegalski framherjinn Nicolas Jackson var rekinn af velli í fyrri hálfleik í leik Newcastle og Chelsea á St. James' Park í dag, en þetta þýðir að hann verður ekki meira með í deildinni á tímabilinu.
Jackson sá rauða spjaldið á 36. mínútu fyrir að fara full harkalega í hollenska varnarmanninn Sven Botman.
Eftir VAR-skoðun tók dómarinn upp rauða spjaldið og vísaði Jackson af velli.
Þetta er blóðtaka fyrir Chelsea sem er í miðri Meistaradeildarbaráttu en Jackson verður í banni í síðustu tveimur umferðunum.
Staðan er 1-0 fyrir Newcastle þegar búið er að flauta til loka fyrri hálfleiks. Sandro Tonali gerði eina markið eftir tæpar tvær mínútur.
Sjáðu rauða spjaldið hér
Athugasemdir