Liverpool gefst ekki upp á Isak - Newcastle vill Rashford - Gyökeres neitar að ræða við Sporting
Gunni Einars: Alltaf gott að sigra í leikjum
Hörður: Mætum sofandi til leiks í byrjun seinni
Láki: Til skammar hversu einhliða dómgæslan var
Túfa hrósar Twana: Þjálfarar sem tapa tala oft um dómgæsluna
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
Eiður Aron: Það er náttúrulega bara frábært að vera hérna
Súrrealískt að spila við Keflavík - „Lít ennþá upp til þeirra beggja"
Siggi Höskulds: Þessi bikarleikur kom kannski ekkert á frábærum tíma
„Ætla að leyfa mér að segja að Eiður Aron sé einn besti leikmaður landsins í augnablikinu“
Best í Mjólkurbikarnum: Þá var þetta komið gott
Jói Bjarna skoraði og lagði upp: Þetta er súrt og sætt
Karl Friðleifur: Það eru mismunandi skoðanir mér er alveg sama
Donni: Leiðinlegt hvernig liðið brotnaði og varð þreyttara
Sölvi: Bjóst við rauðu spjaldi þarna
Óskar Hrafn: Þetta hjálpar mér ekkert - Ég verð bara að trúa þeim
„Eiginlega bara drullað yfir okkur"
   mán 12. maí 2025 21:36
Alexander Tonini
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Mér fannst við vera frekar slappar í fyrri hálfleik, vorum ekki að spila okkar leik, en við áttum bara gott spjall í hálfleik. Við komum bara út og vorum ekki að vanmeta neitt og kláruðum bara færin okkar, vorum bara fínar í seinni", sagði Ída Marín Hermannsdóttir eftir leikinn.

Uppáhalds skotið mitt er að vippa, ég geri það mikið úti í bandaríkjunum. Það er það skemmtilegasta sem ég geri er að vippa. Ég sá tækifæri og ákvað að gera það", bætti hún við um seinna markið sitt í leiknum þegar hún vippaði boltanum skemmtilega yfir Beggu og kom FH í 4-0.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  4 FH

Ída Marín spilar með LSU háskólaliðinu í Lousiana fylki í bandaríkjunum og spurði fréttamaður hana hvort þetta væri ekki eins og janúar veður úti?

Guð ekki einu sinni það, það er bara ískalt hér miðað við það. Ég er að spila í 35 gráðum vanalega"

Ída Marín er nýkomin heim frá bandaríkjunum og átti virkilega flottan leik hér í kvöld. Hún lagði upp eitt og skoraði sjálf tvö þar með talið þessi fræga vippa. Hún slapp ein í gegn og vippaði boltanum skemmtilega yfir Beggu þegar hún skutlaði sér niður í þeirri von um að verja skotið.
Athugasemdir
banner