
„Mér fannst við vera frekar slappar í fyrri hálfleik, vorum ekki að spila okkar leik, en við áttum bara gott spjall í hálfleik. Við komum bara út og vorum ekki að vanmeta neitt og kláruðum bara færin okkar, vorum bara fínar í seinni", sagði Ída Marín Hermannsdóttir eftir leikinn.
„Uppáhalds skotið mitt er að vippa, ég geri það mikið úti í bandaríkjunum. Það er það skemmtilegasta sem ég geri er að vippa. Ég sá tækifæri og ákvað að gera það", bætti hún við um seinna markið sitt í leiknum þegar hún vippaði boltanum skemmtilega yfir Beggu og kom FH í 4-0.
„Uppáhalds skotið mitt er að vippa, ég geri það mikið úti í bandaríkjunum. Það er það skemmtilegasta sem ég geri er að vippa. Ég sá tækifæri og ákvað að gera það", bætti hún við um seinna markið sitt í leiknum þegar hún vippaði boltanum skemmtilega yfir Beggu og kom FH í 4-0.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 4 FH
Ída Marín spilar með LSU háskólaliðinu í Lousiana fylki í bandaríkjunum og spurði fréttamaður hana hvort þetta væri ekki eins og janúar veður úti?
„Guð ekki einu sinni það, það er bara ískalt hér miðað við það. Ég er að spila í 35 gráðum vanalega"
Ída Marín er nýkomin heim frá bandaríkjunum og átti virkilega flottan leik hér í kvöld. Hún lagði upp eitt og skoraði sjálf tvö þar með talið þessi fræga vippa. Hún slapp ein í gegn og vippaði boltanum skemmtilega yfir Beggu þegar hún skutlaði sér niður í þeirri von um að verja skotið.
Athugasemdir