Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 14:37
Elvar Geir Magnússon
Brasilía kynnir Ancelotti (Staðfest)
Ancelotti tekur við brasilíska landsliðinu.
Ancelotti tekur við brasilíska landsliðinu.
Mynd: EPA
Brasilíska fótboltasambandið hefur staðfest að Carlo Ancelotti taki við landsliði þjóðarinnar. Hann tekur til starfa þann 26. maí.

Þessi 65 ára stjóri hættir með Real Madrid og mun Xabi Alonso taka við á Bernabeu leikvangnum.

Ancelotti skráir sig á spjöld sögunnar sem fyrsti erlendi þjálfari brasilíska liðsins og mun taka við stjórnartaumunum fyrir leiki gegn Ekvador og Paragvæ í undankeppni HM sem fara fram í júní.

„Ancelotti er goðsögn í fótboltaheiminum og sá sigursælasti í sögunni. Brasilíska sambandið vill þakka Real Madrid fyrir góð samskipti," segir í tilkynningu brasilíska fótboltasambandsins.

Ancelotti hefur lyft Meistaradeildarbikarnum fimm sinnum sem stjóri, þrívegis hjá Real Madrid og tvisvar AC Milan. Þá hefur hann einnig unnið titla með Chelsea, PSG og Bayern München.
Athugasemdir
banner