
„Við gáfum mjög klaufaleg mörk, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við gerðum þrjú mistök og Þróttarar refsuðu okkur. Við sögðum við okkur, í seinni hálfleik þurfum við að spila upp á stoltið, svo komum við út í seinni hálfleik og þær skora tvö mjög góð mörk fyrir þær, fyrir okkur tvö mjög sláandi mörk. En svo bara leystu leikmennirnir keðjurnar og bara létu vaða, gerum þetta og þær gerðu það og við getum ekki verið annað en stolt af þeim, þrjú góð mörk. Við sögðum að við gætum valdið Þrótti vandræðum með krossum og þrír krossar, þrjú mörk. Það er margt sem við getum byggt á vegna þess að þær gáfu allt. Helmingurinn af þeim er lemstraður eftir leikinn, aftan í læri, í ökkla, en ég gæti ekki verið stoltari af þeim."
Lestu um leikinn: Þróttur R. 6 - 3 Víkingur R.
Þróttarar komust í 5-0 áður en að Víkingar náðu að koma boltanum í netið á 60. mínútu og skorðu þá þrjú mörk á níu mínútum,
„Þær bara losuðu sig úr keðjunum, ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það betur hvað gerðist, þær bara spiluðu af meira frelsi. Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það á næsta stig. Ég held að leikmennirnir hafi verið hræddir um að þetta yrði sex eða sjö eða átta og það yrðir vandræðalegt og það leiddi líklega til 35 mínútna þar sem við sýndum bestu frammistöðu sem við höfum nokkurn tímann sýnt."
„Við höfum sagt það í nokkrar vikur að þetta snýst um þor, og það er að koma. Það getur verið að þetta hafi verið upphafið af því. Þetta var frábært síðustu 35 mínúturnar."
Viðtalið við John má sjá heild sinni í spilaranum hér að ofan.