Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 11. maí 2025 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Þýðingarlítill sigur fyrir Stuttgart
Mynd: EPA
Stuttgart 4 - 0 Augsburg
1-0 Atakan Karazor ('8 )
2-0 Nick Woltemade ('51 )
3-0 Enzo Millot ('80 )
4-0 Ermedin Demirovic ('87 )
Rautt spjald: Samuel Essende, Augsburg ('12)

Stuttgart og Augsburg áttust við í síðasta leik dagsins í efstu deild þýska boltans en um afar þýðingarlítinn leik var að ræða.

Stuttgart tók forystuna snemma leiks og endaði á að vinna þægilegan fjögurra marka sigur eftir að Samuel Essende fékk að líta beint rautt spjald í liði gestanna.

Essende var rekinn af velli skömmu eftir opnunarmark leiksins en staðan hélst í 1-0 í leikhlé.

Nick Woltemade, Enzo Millot og Ermedin Demirovic bættu við mörkum til að innsigla sigurinn í seinni hálfleik.

Bæði lið sigla lygnan sjó um miðja deild, þar sem Stuttgart er fjórum stigum frá Evrópusæti fyrir lokaumferðina. Augsburg er svo fjórum stigum þar fyrir neðan.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 33 24 7 2 95 32 +63 79
2 Leverkusen 33 19 11 3 70 41 +29 68
3 Eintracht Frankfurt 33 16 9 8 65 45 +20 57
4 Freiburg 33 16 7 10 48 50 -2 55
5 Dortmund 33 16 6 11 68 51 +17 54
6 Mainz 33 14 9 10 53 41 +12 51
7 RB Leipzig 33 13 12 8 51 45 +6 51
8 Werder 33 13 9 11 50 56 -6 48
9 Stuttgart 33 13 8 12 61 51 +10 47
10 Gladbach 33 13 6 14 55 56 -1 45
11 Augsburg 33 11 10 12 34 49 -15 43
12 Wolfsburg 33 10 10 13 55 54 +1 40
13 Union Berlin 33 9 10 14 33 50 -17 37
14 St. Pauli 33 8 8 17 28 39 -11 32
15 Hoffenheim 33 7 11 15 46 64 -18 32
16 Heidenheim 33 8 5 20 36 60 -24 29
17 Holstein Kiel 33 6 7 20 49 77 -28 25
18 Bochum 33 5 7 21 31 67 -36 22
Athugasemdir
banner
banner