Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
   mán 12. maí 2025 21:44
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls
Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tindastóll tryggði sig áfram í Mjólkurbikarnum í kvöld með 1-3 sigri á Stjörnunni á Samsungvellinum í Garðabæ. Bryndís Rut Haraldsdóttir sagði tilfinninguna æðislega eftir leik.

„Bara æðisleg. Það er bara æðislegt að hafa náð að klára 120 mínútur og koma tveimur mörkum inn í uppbótartíma og svara líka því þegar þær jafna," sagði Bryndís.

Tindastóll leiddi þegar í uppbótartíma venjulegs leiktíma var komið en Stjarnan jafnaði leikinn á 91. mínútu. Bryndís sagðist ekki hafa fundið fyrir stressi á þessum tímapunkti.

„Nei það er það sem mér fannst geggjað er að liðið sýndi svo mikinn karakter að koma til baka. Við erum búin að lenda í síðustu leikjum akkúrat í þessu, fá mörk á okkur á lokamínútum og klára ekki leikina okkar og við sýndum bara rosa stóran karakter að koma til baka og skora tvö bara æðisleg mörk."


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Tindastóll

Liðin mættust 27. apríl s.l. á Sauðarkróki þar sem Tindastóll var 1-0 yfir þangað til Stjarnan jafnaði á 89. mínútu og komst yfir á 94. mínútu og vann 2-1. Þær náðu að hefna fyrir svekkelsið í þessum leik.

„Það var alveg extra sætt, við vorum alveg með þetta á bakvið eyrað að við vorum nýlega búnar að spila við þær og við vildum bara sýna betri frammistöðu en þá í lok leiksins og gerðum akkúrat það. Ég er bara rosa stolt og ánægð með liðsheildina og frammistöðuna."

Tindastóll er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarins.

„Það er bara áfram gakk og bara bikarævintýri vonandi framundan," sagði Bryndís að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner