
Systurnar Margrét og Amalía Árnadóttir voru báðar á skotskónum þegar Þór/KA vann öruggan sigur á KR í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Amalía (2006) skoraði annað mark Þórs/KA og Margrét (1999) skoraði fjórða markið. Þær ræddu við Fótbolta.net eftir leikinn.
Amalía (2006) skoraði annað mark Þórs/KA og Margrét (1999) skoraði fjórða markið. Þær ræddu við Fótbolta.net eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Þór/KA 6 - 0 KR
„Það var mjög gott að ná að pota boltanum inn, ég er ekki alveg búin að vera finna netið í sumar þannig það var mjög góð tilfinning að ná loksins að skora. Þá fer vonandi allt að detta núna," sagði Margrét sem hafði átt stangarskot og skalla í slá áður en hún skoraði.
„Þetta var ekki rangstaða, gott hjá liðinu og það var kominn tími til að skora hjá mér. Vonandi fer þetta bara að koma núna meira," sagði Amalía sem var nánast búin að viðurkenna að hún hefði verið rangstæð eftir sendingu frá Henríettu Ágústsdóttur.
Hvernig er að spila með systur sinni?
„Mér finnst það frábært, hún lætur mann stundum heyra það, en það er bara partur af þessu. Gott að hafa hana, góð fyrirmynd," sagði Amalía.
„Það var geggjað, kominn tími til að við skoruðum báðar. Það er geggjað að spila saman, það er enginn sem ýtir manni jafn mikið áfram og systir manns," sagði Margrét.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir