Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   sun 11. maí 2025 16:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Amalía Árnadóttir.
Amalía Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét Árnadóttir.
Margrét Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Systurnar Margrét og Amalía Árnadóttir voru báðar á skotskónum þegar Þór/KA vann öruggan sigur á KR í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Amalía (2006) skoraði annað mark Þórs/KA og Margrét (1999) skoraði fjórða markið. Þær ræddu við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór/KA 6 -  0 KR

„Það var mjög gott að ná að pota boltanum inn, ég er ekki alveg búin að vera finna netið í sumar þannig það var mjög góð tilfinning að ná loksins að skora. Þá fer vonandi allt að detta núna," sagði Margrét sem hafði átt stangarskot og skalla í slá áður en hún skoraði.

„Þetta var ekki rangstaða, gott hjá liðinu og það var kominn tími til að skora hjá mér. Vonandi fer þetta bara að koma núna meira," sagði Amalía sem var nánast búin að viðurkenna að hún hefði verið rangstæð eftir sendingu frá Henríettu Ágústsdóttur.

Hvernig er að spila með systur sinni?

„Mér finnst það frábært, hún lætur mann stundum heyra það, en það er bara partur af þessu. Gott að hafa hana, góð fyrirmynd," sagði Amalía.

„Það var geggjað, kominn tími til að við skoruðum báðar. Það er geggjað að spila saman, það er enginn sem ýtir manni jafn mikið áfram og systir manns," sagði Margrét.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir