Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 11. maí 2025 21:56
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Bauluðu á Trent og sungu um Conor
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Liverpool tóku á móti Arsenal í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag og leiddu 2-0 í leikhlé.

Arsenal tókst að jafna í síðari hálfleik svo lokatölur urðu 2-2 eftir afar fjörugan leik.

Conor Bradley byrjaði í hægri bakvarðarstöðunni og kom Trent Alexander-Arnold inn af bekknum í síðari hálfleik til að leysa hann af.

Alexander-Arnold er að spila sína síðustu leiki fyrir Liverpool áður en hann heldur til Real Madrid á frjálsri sölu og var hluti stuðningsmanna sem baulaði þegar honum var skipt inn. Þá tóku einhverjir stuðningsmenn að lofsyngja Conor Bradley við skiptinguna. 'Það er aðeins einn Conor Bradley' heyrðist óma af áhorfendapöllunum.

Góðar líkur eru á því að einhverjir stuðningsmenn Arsenal sem voru á vellinum hafi tekið þátt í söngvunum.

Liverpool fans boo Trent Alexander-Arnold and sing "There's only one Connor Bradley"
byu/doubleoeck1234 insoccer

Athugasemdir
banner
banner