Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 11. maí 2025 14:52
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikar kvenna: Þór/KA rúllaði yfir KR í Boganum
Sandra María Jessen setti tvö mörk í dag
Sandra María Jessen setti tvö mörk í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 6 - 0 KR
1-0 Sandra María Jessen ('15 )
2-0 Amalía Árnadóttir ('27 )
3-0 Sandra María Jessen ('38 )
4-0 Margrét Árnadóttir ('54 )
5-0 Emelía Ósk Kruger ('64 )
6-0 Bríet Fjóla Bjarnadóttir ('87 )
Lestu um leikinn

Þór/KA sigldi örugglega áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna með því að rúlla yfir KR, 6-0, í Boganum í dag.

Akureyringar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörkum.

Sandra María Jessen skoraði með táarskoti eftir barning í teignum á 15. mínútu og bætti Amalía Árnadóttir við öðru eftir fyrirgjöf Henríettu Ágústsdóttur tólf mínútum síðar.

Sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks gerði Sandra fimmta mark sitt í síðustu tveimur leikjum, en stuttu áður hafði mark verið dæmt af KR vegna rangstöðu.

Sanngjörn forysta Þór/KA í hálfleik og bættu þær við þremur til viðbótar í þeim síðari.

Margrét Árnadóttir skoraði með góðu skoti á 54. mínútu, aðeins nokkrum mínútum eftir að hafa skallað í þverslá og gerði Emelía Ósk Kruger fimmta markið með skoti í stöng og inn.

KR-ingar áttu nokkrar álitlegar sóknir í restina án þess að ná að koma boltanum í netið og refsaði Þór/KA aftur fyrir það með sjötta markinu er Bríet Fjóla Bjarnadóttir skoraði sitt fyrsta bikarmark með góðu skoti.

Þór/KA örugglega áfram í 8-liða úrslit en KR-ingar eru úr leik.


Athugasemdir
banner