Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 13:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gagnrýndi Tindastól fyrir gamla bolta - „Mér finnst það sjokkerandi"
Fengu nýja bolta eftir leikinn
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll er með þrjú stig eftir fimm leiki.
Tindastóll er með þrjú stig eftir fimm leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, gagnrýndi Tindastól eftir leik liðanna í síðustu viku. Breiðablik vann leikinn 5-1 og situr á toppi Bestu deildarinnar.

Tindastóll aftur á móti er með þrjú stig og það hefur ekki gengið alveg nægilega vel á Sauðárkróki, og það á einnig við um utan vallar.

Eins og sagt var hér frá á Fótbolta.net í síðustu viku þá eru margir leikmenn Tindastóls enn samningslausir frá síðasta tímabili. Það gekk illa að semja við þjálfarateymið og íslenska kjarnann í liðinu í vetur.

Þau sem stjórna í kringum félagið hafa ekki viljað tjá sig um samningamálin.

Nik mætti á Sauðárkrók með sitt lið og eftir leik gagnrýndi hann umgjörðina hjá Tindastóli. „Ég vil segja eitt um Tindastól sem félag," sagði þjálfari Breiðabliks við Stöð 2 Sport.

„Donni (þjálfari liðsins) hefur staðið sig frábærlega hérna og annað fólk líka. En að mæta hingað og sjá að þær eru að nota bolta sem eru fjögurra og fimm ára gamlir, og að félagið borgi ekki nýja bolta fyrir þær, það finnst mér mikil vonbrigði."

„Ég veit að peningar hafa verið vandamál hérna en að stelpurnar séu að spila í efstu deild og nota bolta sem eru að minnsta kosti þriggja eða fjögurra gamlir, mér finnst það sjokkerandi."

„Kannski getum við sem félög í deildinni komið saman og gefið þeim tíu bolta eða eitthvað," sagði Nik.

Þess má til gamans geta að eftir leikinn þá birti Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, mynd á samfélagsmiðlum af nýjum boltum sem meistaraflokkur kvenna fékk að gjöf. „Í gær fengum við meistaraflokkur kvenna þessa 10 bolta að gjöf og þökkum við kærlega fyrir!" skrifaði Bryndís í stuðningsmannahóp Tindastóls.
Athugasemdir
banner
banner