,,Myndi velja Eze framyfir Phil Foden alla daga vikunnar"
Troy Deeney velur lið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni fyrir hönd BBC í hverri viku. Hann stillir liðinu í 5-3-2 uppstillingu að sinni og eiga Crystal Palace, Southampton og Brighton flesta fulltrúa eða tvo hvert. Simon Rusk, bráðabirgðaþjálfari Southampton, er þjálfari vikunnar.
Markvörður: Aaron Ramsdale (Southampton) - Stóð vaktina frábærlega í markalausu jafntefli gegn Manchester City.
Hægri bakvörður: Daniel Munoz (Crystal Palace) - Spretti upp og niður vænginn gríðarlega vel og átti stoðsendingu. Frábær bæði sóknarlega og varnarlega í sigri á útivelli gegn Tottenham.
Miðvörður: Jan Bednarek (Southampton) - Varðist feykilega vel gegn Haaland og náði að taka hann og aðra leikmenn Man City út af laginu með því að pirra þá.
Miðvörður: Jan Paul van Hecke (Brighton) - Hefur verið frábær allt tímabilið og það var engin breyting á því gegn Wolves. Búinn að ryðja sér leið inn í hollenska landsliðið og spurning hvort Brighton takist að halda honum í sumar.
Miðvörður: Nathan Collins (Brentford) - Hann hefur verið öflugur allt tímabilið og á hrós skilið. Hann er mjög öflugur varnarlega og stórhættulegur í föstum leikatriðum.
Vinstri bakvörður: Vitalii Mykolenko (Everton) - Skoraði mark í góðum sigri og er orðinn virkilega flottur bakvörður undir leiðsögn David Moyes. Hann virkaði stundum stressaður undir stjórn Sean Dyche en hefur verið stórkostlegur að undanförnu.
Miðjumaður: Tomas Soucek (West Ham) - Soucek er leikmaður sem skarar nánast alltaf framúr þegar West Ham er að spila. Hann er stór og sterkur og getur gert allt. Hann er góður að sparka í boltann, tækla og skalla. Hann er öflugur varnarlega og hættulegur sóknarlega og skoraði gott mark á Old Trafford.
Miðjumaður: Sandro Tonali (Newcastle) - Stjörnuleikmaður liðs vikunnar að sinni. Þetta er í þriðja eða fjórða sinn sem hann er valinn í lið vikunnar enda hefur hann verið einn af bestu leikmönnum í sterku liði Newcastle á tímabilinu.
Miðjumaður: Eberechi Eze (Crystal Palace) - Stórkostlegur fótboltamaður sem virðist vera tímaspursmál hvenær verður seldur frá Palace. Mikill yfirburðaleikmaður sem skoraði mögnuð mörk í dag. Hann er að öðlast sífellt meira sjálfstraust og getur tekið yfir leiki upp á eigin spýtur. Ég myndi velja Eze í enska landsliðið framyfir Phil Foden alla daga vikunnar.
Framherji: Ollie Watkins (Aston Villa) - Varð markahæsti leikmaður í úrvalsdeildarsögu Aston Villa þegar hann skoraði dýrmætt sigurmark gegn Bournemouth um helgina. Hann skilaði inn góðri frammistöðu eins og oft áður þar sem hann hætti aldrei að hlaupa í fremstu víglínu.
Athugasemdir