Liverpool gæti reynt við Osimhen - PSG ætlar ekki að selja Barcola - Williams orðaður við Arsenal
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
   mán 12. maí 2025 22:17
Alexander Tonini
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þetta er náttúrulega gríðarlega flott FH lið og þær stóðu sig bara mjög vel. En ég er líka ánægð með okkur, við gáfum allt í leikinn og gáfumst aldrei upp, héldum áfram allan tímann

Eva skoraði eina mark Fylkiskvenna í leiknum þegar hún afgreiddi boltann snyrtilega framhjá Aldísi ein á móti marki undir lok leiks.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  4 FH

„Ég er nú ekki að búast við að fá boltann. Ég fer þarna í pressu, Aldís á ekki góðan bolta og ég lendi ein á mót henni og markið, sagði Eva um dauðfærið sem hún fékk á silfurfati í stöðunni 0-0.

Aldís markvörður FH átti misheppnaða sendingu sem rataði beint í fæturnar á Evu sem brást þó bogalistinn að þessu sinni.

Stelpurnar í Fylki mættu ógnasterku FH liði hér í kvöld og geta gengið sáttar frá borði. Hlupu úr sér lungun og gáfu allt í leikinn.

Markmiðið okkar er að hafa gaman í sumar og spila vel. Njóta þess að spila og góð liðsheild"

Athugasemdir