Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
   mán 12. maí 2025 22:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lambhagavellinum
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Natasha Anasi, leikmaður Vals.
Natasha Anasi, leikmaður Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara góð. Þetta var krefjandi en við náðum að vinna sem er geggjað," sagði Natasha Anasi, leikmaður Vals, eftir 3-2 sigur á Fram í framlengdum leik í Mjólkurbikar kvenna í kvöld.

Valsliðið lenti í vandræðum og var 2-1 undir í hálfleik en þær komu sterkari til baka í seinni hálfleik og náðu að jafna. Leikurinn fór í framlengingu og þar náði Valur að pota inn sigurmarkinu.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  3 Valur

„Það er stígandi hjá okkur núna. Fram er með gott lið og þær eru á góðu róli. Við vissum að þetta yrði krefjandi verkefni."

„Við vorum með sterkari haus en við höfum verið með í síðustu leikjum og náðum að klára þetta."

Þjálfarar Vals gerðu fjórfalda breytingu í hálfleik. Hvernig var hálfleiksræðan?

„Þeir sögðu okkur bara að rífa okkur í gang, það var ekkert flóknara en það. Við vissum að við yrðum að gera betur og við gerðum það," sagði Natasha sem var ánægð með sigurinn en kvöldið fer í endurhæfingu eftir langan leik.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner