
„Tilfinningin er bara góð. Þetta var krefjandi en við náðum að vinna sem er geggjað," sagði Natasha Anasi, leikmaður Vals, eftir 3-2 sigur á Fram í framlengdum leik í Mjólkurbikar kvenna í kvöld.
Valsliðið lenti í vandræðum og var 2-1 undir í hálfleik en þær komu sterkari til baka í seinni hálfleik og náðu að jafna. Leikurinn fór í framlengingu og þar náði Valur að pota inn sigurmarkinu.
Valsliðið lenti í vandræðum og var 2-1 undir í hálfleik en þær komu sterkari til baka í seinni hálfleik og náðu að jafna. Leikurinn fór í framlengingu og þar náði Valur að pota inn sigurmarkinu.
Lestu um leikinn: Fram 2 - 3 Valur
„Það er stígandi hjá okkur núna. Fram er með gott lið og þær eru á góðu róli. Við vissum að þetta yrði krefjandi verkefni."
„Við vorum með sterkari haus en við höfum verið með í síðustu leikjum og náðum að klára þetta."
Þjálfarar Vals gerðu fjórfalda breytingu í hálfleik. Hvernig var hálfleiksræðan?
„Þeir sögðu okkur bara að rífa okkur í gang, það var ekkert flóknara en það. Við vissum að við yrðum að gera betur og við gerðum það," sagði Natasha sem var ánægð með sigurinn en kvöldið fer í endurhæfingu eftir langan leik.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir