Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   mán 12. maí 2025 22:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lambhagavellinum
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Natasha Anasi, leikmaður Vals.
Natasha Anasi, leikmaður Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara góð. Þetta var krefjandi en við náðum að vinna sem er geggjað," sagði Natasha Anasi, leikmaður Vals, eftir 3-2 sigur á Fram í framlengdum leik í Mjólkurbikar kvenna í kvöld.

Valsliðið lenti í vandræðum og var 2-1 undir í hálfleik en þær komu sterkari til baka í seinni hálfleik og náðu að jafna. Leikurinn fór í framlengingu og þar náði Valur að pota inn sigurmarkinu.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  3 Valur

„Það er stígandi hjá okkur núna. Fram er með gott lið og þær eru á góðu róli. Við vissum að þetta yrði krefjandi verkefni."

„Við vorum með sterkari haus en við höfum verið með í síðustu leikjum og náðum að klára þetta."

Þjálfarar Vals gerðu fjórfalda breytingu í hálfleik. Hvernig var hálfleiksræðan?

„Þeir sögðu okkur bara að rífa okkur í gang, það var ekkert flóknara en það. Við vissum að við yrðum að gera betur og við gerðum það," sagði Natasha sem var ánægð með sigurinn en kvöldið fer í endurhæfingu eftir langan leik.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner