Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mán 12. maí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Gífurlega mikilvægur Íslendingaslagur í Feneyjum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru tveir verulega spennandi leikir á dagskrá í ítalska boltanum í dag þar sem fjögur lið í harðri baráttu eigast við.

Venezia tekur á móti Fiorentina í Íslendingaslag í fyrri leik dagsins. Feneyingar eru í harðri fallbaráttu og þurfa á sigri að halda, á meðan gestirnir frá Flórens þurfa sigur í Evrópubaráttunni.

Mikael Egill Ellertsson hefur verið mikið í kringum byrjunarliðið hjá Venezia á tímabilinu rétt eins og Albert Guðmundsson í liði Fiorentina. Bjarki Steinn Bjarkason hefur einnig komið eitthvað við sögu með Feneyingum.

Venezia er tveimur stigum frá öruggu sæti í Serie A og með leik til góða á næstu lið fyrir ofan. Fiorentina er fjórum stigum frá Evrópusæti og því er mikið undir fyrir bæði lið.

Svipaða sögu er hægt að segja af stórleik Atalanta gegn Roma, þar sem bæði lið hafa verið á mjög góðu skriði að undanförnu.

Bæði þessi lið eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti, þar sem Atalanta situr í þriðja sæti með fimm stigum meira heldur en Roma.

Leikir dagsins
16:30 Venezia - Fiorentina
18:45 Atalanta - Roma
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
18 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
19 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner
banner