Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 11. maí 2025 14:31
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Liverpool og Arsenal: Trent á bekknum en Chiesa kemst ekki einu sinni í hóp
Mynd: EPA
Liverpool og Arsenal mætast í 36. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield klukkan 15:30 í dag.

Liverpool-menn eru þegar búnir að vinna deildina en Arsenal var eina liðið sem veitti þeim einhverja samkeppni um titilinn.

Eins og Arne Slot talaði um fyrir leikinn þá mun Conor Bradley byrja í hægri bakverðinum í stað Trent Alexander-Arnold sem er á förum í sumar en það vekur athygli að Federico Chiesa kemst ekki einu sinni í hóp.

Codyk Gakpo og Curtis Jones byrja báðir hjá meisturunum.

Ben White er í hægri bakverðinum hjá Arsenal og þá er Leandro Trossard í framlínunni.

Liverpool: Alisson, Bradley, Konate, Van Dijk, Robertson, Jones, Gravenberch, Szoboszlai, Díaz, Gakpo, Salah

Arsenal: Raya, White, Saliba, Kiwior, Lewis-Skelly, Partey, Merino, Ödegaard, Saka, Martinelli, Trossard.
Athugasemdir
banner