Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro mun fá dágóða launahækkun ef Manchester United vinnur Evrópudeildina.
Frá þessu greinir Daily Star en þar segir að það sé ákvæði í samningi hans um launahækkun ef United kemst aftur í Meistaradeildina á næsta tímabili.
Frá þessu greinir Daily Star en þar segir að það sé ákvæði í samningi hans um launahækkun ef United kemst aftur í Meistaradeildina á næsta tímabili.
Það þýðir að ef United vinnur Evrópudeildina - og kemst aftur í Meistaradeildina - þá muni Casemiro fá tæplega 500 þúsund pund í vikulaun á næsta tímabili.
Hinn 33 ára gamli Casemiro verður þá næst launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á eftir Erling Haaland, sóknarmanni Manchester City.
Casemiro á eitt ár eftir af núgildandi samningi sínum.
Athugasemdir