Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 5. umferðar - Léku sína gömlu félaga grátt
Katie Cousins, miðjumaður Þróttar.
Katie Cousins, miðjumaður Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aldís hefur leikið mjög vel í byrjun sumars.
Aldís hefur leikið mjög vel í byrjun sumars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María komst á blað.
Sandra María komst á blað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðar Fram hafa núna unnið tvo leiki í röð og eru komnar í sex stig. Þær unnu stórkostlegan sigur á Víkingum í fimmtu umferð deildarinnar. Alda Ólafsdóttir, Telma Steindórsdóttir og Una Rós Unnarsdóttir komast í lið umferðarinnar eftir þennan sterka sigur.

Elaina Carmen La Macchia, markvörður Fram, er óheppin að komast ekki í lið umferðarinnar en Óskar Smári Haraldsson er þjálfari umferðarinnar.



Breiðablik vann 5-1 sigur á Tindastóli og er á toppi deildarinnar. Þar voru Andrea Rut Bjarnadóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir bestar.

Þróttur vann sterkan útisigur á Val þar sem Katie Cousins og Þórdís Elva Ágústsdóttir voru öflugar, en þær eru báðar fyrrum leikmenn Vals.

Þá komst markadrottningin Sandra María Jessen á blað með látum en hún skoraði þrennu í stórsigri Þórs/KA á FHL. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir lék einnig vel í leiknum.

Aldís Guðlaugsdóttir hefur leikið frábærlega í byrjun sumars og er í liði umferðarinnar í þriðja sinn. Arna Eiríksdóttir er í liði umferðarinnar í annað sinn en hún hefur leikið mjög vel í vörn FH-inga í byrjun móts.

Sterkustu lið fyrri umferða:
1. umferð
2. umferð
3. umferð
4. umferð
Athugasemdir