Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 11. maí 2025 16:11
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikar kvenna: Sannfærandi hjá Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FHL 0 - 3 Breiðablik
0-1 Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('7 )
0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('16 )
0-3 Edith Kristín Kristjánsdóttir ('85 )
Lestu um leikinn

Breiðablik flaug áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna með því að leggja FHL að velli, 3-0, í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði í dag.

Blikar stjórnuðu ferðinni í leiknum og tók það Hrafnhildi Ásu Halldórsdóttur aðeins sjö mínútur að koma gestunum í forystu er hún skaut boltanum í gegnum vel mannaðan teig FHL og í stöng og inn.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði annað markið níu mínútum síðar með fremur lausu vinstri fótar skoti sem Keelan Terrell átti sennilega að verja í markinu.

Gestirnir bundu síðan endahnútinn á leikinn fimm mínútum fyrir leikslok er Edith Kristín Kristjánsdóttir var réttur maður á réttum stað og skoraði af stuttu færi.

Sannfærandi sigur Blika sem verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit.


Athugasemdir
banner
banner