Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 11. maí 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola ekki hrifinn af Southampton - „Vörðust og töfðu"
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Man City, var alls ekki hrifinn af leikstíl Southampton þegar liðin gerðu markalaust jafntefli í gær.

Man City var með öll völd á vellinum en tókst ekki að setja boltann í netið. Southampton er á botni deildarinnar en stigið var kærkomið fyrir þá þar sem liðið komst hjá því að bæta met Derby sem á slakasta árangurinn í deildinni frá upphafi.

„Við fengum færi en gátum því miður ekki skora. Þeir voru bara að verjast, verjast og verjast og tefja. Við tökum stiginu, þetta er enn í okkar höndum," sagði Guardiola.

„Ég bjóst ekki við því að þeir myndu verjast svona neðarlega. Við vorum góðir varnarlega en ekki á síðasta þriðjungnum."
Athugasemdir
banner