Pep Guardiola, stjóri Man City, var alls ekki hrifinn af leikstíl Southampton þegar liðin gerðu markalaust jafntefli í gær.
Man City var með öll völd á vellinum en tókst ekki að setja boltann í netið. Southampton er á botni deildarinnar en stigið var kærkomið fyrir þá þar sem liðið komst hjá því að bæta met Derby sem á slakasta árangurinn í deildinni frá upphafi.
Man City var með öll völd á vellinum en tókst ekki að setja boltann í netið. Southampton er á botni deildarinnar en stigið var kærkomið fyrir þá þar sem liðið komst hjá því að bæta met Derby sem á slakasta árangurinn í deildinni frá upphafi.
„Við fengum færi en gátum því miður ekki skora. Þeir voru bara að verjast, verjast og verjast og tefja. Við tökum stiginu, þetta er enn í okkar höndum," sagði Guardiola.
„Ég bjóst ekki við því að þeir myndu verjast svona neðarlega. Við vorum góðir varnarlega en ekki á síðasta þriðjungnum."
Athugasemdir