Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 09:58
Elvar Geir Magnússon
Alonso mun stýra Real Madrid á HM félagsliða
Xabi Alonso, verðandi stjóri Real Madrid.
Xabi Alonso, verðandi stjóri Real Madrid.
Mynd: EPA
Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Xabi Alonso muni taka við Real Madrid áður en HM félagsliða fer fram í sumar. Carlo Ancelotti muni láta af störfum eftir síðsta deildarleik liðsins í lok mánaðarins.

HM félagsliða hefst í nýrri mynd þann 15. júní í Bandaríkjunum og á Real Madrid fyrsta leik gegn Al-Hilal í Miami.

Alonso er sagður hafa helst viljað taka við stjórnartaumunum eftir keppnina en Cadena Ser segir að Real Madrid hafi ekki gefið honum neitt val.

Alonso mun skrifa undir þriggja ára samning við Real Madrid. Hann vildi taka við liðinu eftir HM í stað þess að taka við þreyttum leikmannahópi sem hefur verið í meiðslabrasi eftir langt tímabil.
Athugasemdir
banner