Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mán 12. maí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Spennandi slagir í 16-liða úrslitum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru fimm leikir á dagskrá í Mjólkurbikar kvenna í dag þar sem ríkjandi meistarar Vals mæta til leiks á útivelli gegn Fram.

16-liða úrslitin klárast í kvöld en Þór/KA, Breiðablik og ÍBV eru þegar búin að tryggja sér þátttöku í 8-liða úrslitunum.

Stjarnan tekur á móti Tindastóli í fyrsta leik kvöldsins, áður en HK fær sameinað lið Grindavíkur og Njarðvíkur í heimsókn.

Fram spilar þá við Val í spennandi Bestudeildarslag á meðan Fylkir á afar erfiðan heimaleik gegn FH.

Þróttur R. tekur að lokum á móti Víkingi R. í spennandi lokaleik kvöldsins.

Leikir kvöldsins
17:00 Stjarnan-Tindastóll (Samsungvöllurinn)
18:00 Fylkir-FH (tekk VÖLLURINN)
18:00 Fram-Valur (Lambhagavöllurinn)
18:00 HK-Grindavík/Njarðvík (Kórinn)
19:30 Þróttur R.-Víkingur R. (AVIS völlurinn)
Athugasemdir
banner